Main content
main
Útboð
15.06.2018
Útboð vegna nýs bókasafnskerfis, nr. 20538 var auglýst á evrópska útboðsvefnum og innlendum útboðsvefjum 26. mars 2018. Tvö tilboð bárust í þessu innkaupaferli en Ríkiskaup úrskurðaði bæði ógild. Í kjölfarið var ákveðið var að fara í endurtekið samkeppnisútboð, nr. 20781 og breyta útboðsgögnum lítillega áður. Þetta útboð var auglýst 24. maí 2018. Þetta innkaupaferli skilaði tveimur gildum tilboðum frá kerfisframleiðendunum Ex Libris og Innovative Interfaces.