Main content
main
Mánaðarleg tölfræði
26.04.2016
Mánaðarleg tölfræði Gegnis gefur upplýsingar um helstu stærðir í rekstri bókasafnanna sem lúta að bókasafnskerfinu eftir mánuðum. Þetta eru fjöldi eintaka og lánþega í einstökum söfnum í lok hvers mánaðar ásamt útlánum þess mánaðar. Einnig eru sýndar lykiltölur kerfisins eftir mánuðum. Það eru heildarfjöldi útlána og yfirlit um heildarfjölda titla og eintaka.
Mismunandi er hvenær söfnun upplýsinga hófst. Hægt er að sjá útlánatölur í Gegni allt frá opnun hans 19. maí 2003 til síðustu mánaðamóta hverju sinni. Talning eintaka og titla er frá nóvember 2004 og talning lánþega frá byrjun árs 2005.