Main content
main
Árslokatölfræði 2020
Árslokatölfræði fyrir aðildarsöfn Gegnis 2020 er komin á vefinn. Í árslokatölfræðinni eru settar fram mælanlegar stærðir í Gegni svo sem fjöldi útlána, lánþega, eintaka og titla á ársgrundvelli, sjá nánar:
Eins og við vitum var árið 2020 fordæmalaust vegna mikilla samkomutakmarkanna vegna Covid19. Á tímabilum voru söfnin lokuð eða gátu veitt mjög takmarkaða þjónustu. Sökum þessa drógust útlán safnanna verulega saman. Árið 2019 voru útlánin 3.130.075 en 2020 voru þau einungis 2.423.285, þ.e.a.s. samdrátturinn nam 706.790 útlánum frá fyrra ári sem er tæplega 23% samdráttur í útlánum á milli ára.
Það er líka merkilegt að fjöldi titla og eintaka dróst saman frá fyrra ári. Ástæðan er meðal annars sú að mörg söfn notuðu tímann meðan þau voru lokuð eða með takmarkaða opnun að taka til og grisja safnkostinn. Einnig hvatti Landskerfi bókasafna söfnin til grisja og samræma áður en að gögnin verða færð yfir í Alma bókasafnskerfið.
Lykiltölur fyrir Gegni 2020 eru:
Eintök | 5.881.064 |
Útlán | 2.423.285 |
Titlar | 1.272.530 |
Lánþegar | 160.830 |
Til að skoða einstök söfn er nauðsynlegt að vera innskráður notandi á vefnum.