2

Main content

main

Samstarfsaðilar

Innlendir samstarfsaðilar

Helstu samstarfsaðilar Landskerfs bókasafna hérlendis eru íslensk bókasöfn og eigendur þeirra.

Að auki er mikið samstarf við eftirtalda

  • Alefli sem er notendafélag Gegnis
  • Landsaðgang að rafrænum áskriftum, hvar.is en aðgangur að áskriftunum er veittur í gegnum Primo Central Index og leitir.is
  • Hýsing kerfanna Gegnir og leitir.is er nú í höndum Þekking – Tristran hf
  • Miracle aðstoðar við forritun af ýmsu tagi
  • Fjárstoð sér um reikningagerð auk bókhalds- og uppgjörsþjónustu
  • Rekstrarfélag Sarps sem er eigandi menningarsögulega gagnasafnsins Sarpur en Landskerfið hefur með höndum rekstur félagsins og gagnasafnsins

 

Erlendir samstarfsaðilar

Ex Libris, a ProQuest Company er fyrirtækið sem framleiðir og þjónustar Aleph, SFX- og Primo-hugbúnaðinn auk ábendingarþjónustunnar bX og gagnagrunnsins Primo Central Index sem eru aðgengileg í gegnum Primo. Umrædd kerfi og þjónustur eru þekkt hérlendis sem Gegnir og leitir.is.

Bókasöfn og bókasafnasamlög sem styðjast við vörur frá Ex Libris í starfsemi sinni hafa með sér samstarf í gegnum Igelu notendafélagið.

SVUC / NNG (Scandinavian Virtual Union Catalogue / Nordic Network Group) er samstarfsvettvangur þjónustuaðilda á Norðurlöndunum og í Eistlandi sem hafa með höndum rekstur og viðhald samskráa bókasafna. Stofnað var til þessa samstarfs til að stuðla að samnýtingu bókfræðiupplýsinga. Síðar meir hefur samstarfið þróast í vettvang til að miðla og stuðla að kerfislegum umbótum og samfara því var nafni hópsins breytt í Nordic Network Group.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block