Main content
main
Fengssöfn taka Gegni í notkun
05.04.2004
Í dag, 5. apríl 2004, urðu þau tímamót í sögu Gegnis, að flest þeirra safna sem áður notuðu bókasafnskerfið Feng tóku Gegni hinn nýja í notkun. Á ýmsum söfnum hafa menn lent í byrjunarörðugleikum, en víðast hófust hófust útlán bóka þó þegar í morgun. Nú mun þjónusta við bókasöfnin mæða á Landskerfi bókasafna í vaxandi mæli og munum við leysa það verkefni eins vel af hendi og kostur er.
Fyrir rúmri viku var Gegni lokað tímabundið og var þá send út fréttatilkynning um það efni og um þá viðbót við kerfið sem tilkoma Fengssafna felur í sér.