Main content
main
Furndargerð og skýrsla stjórnar frá aðalfundi 2008
25.06.2008
Aðalfundur Landskerfis bókasafna var haldinn 30. maí 2008. Störf fundarins voru með hefðbundnum hætti.
Í stjórn voru kjörin Anna Torfadóttir borgarbókavörður, Hörður Sigurgestsson fyrrverandi forstjóri, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Karl Guðmundsson bæjarritari Akureyrarbæjar. Varamenn eru Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar og Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur á skrifstofu menningarmála hjá menntamálaráðuneytinu. Úr stjórn gekk Valur Árnason fyrrum skrifstofustjóri og var honum þökkuð góð störf í þágu félagsins á umliðnum árum.
Nálgast má fundargerð aðalfundar og skýrslu stjórnar á heimasíðu Landskerfisins.
Stjórnin hefur kjörið Hörð Sigurgestsson sem formann sinn.