2

Main content

main

Gegnir nær fullum afköstum

Þann 23. nóvember 2004 lauk aðgerðum starfsmanna Ex Libris í Köln og Ísrael til að ráða bót á þeim seinagangi sem hafði hrjáð kerfið í nokkra mánuði. Mælingar okkar sýna að svartími kerfisins er almennt betri og í sumum tilvikum margfalt betri en áður var. Notendur kerfisins á bókasöfnum hafa meðal annars tekið eftir að uppfletting í lánþegaskrá er orðin þægilegri en áður, og flestar uppflettingar í vefviðmóti Gegnis taka nú um eða innan við sekúndu við meðalálag. Þegar mikið gagnamagn er sótt er svartíminn að vísu lengri, en þó er hann mun styttri en áður var. Dæmigerður svartími leitar sem skilar 14.000 færslum er skv. mælingum okkar 6 sekúndur.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block