Main content
main
Leiðbeiningar vegna opnunar kerfisins í nýrri útgáfu
05.07.2006
Nú er komið að því að uppfæra Gegni í útgáfu 16. Útlit kerfisins hefur breyst mikið frá útgáfu 14 en virkni þess er svipuð. Hér má finna grunnleiðbeiningar um nýja gerð kerfisins. Nýja útgáfan var hönnuð með það í huga að auðvelda verkferla en lítil áhersla var lögð á að bæta nýjum þáttum eða nýrri virkni við kerfið. Á þessi útgáfa því að vera talsvert auðveldari í notkun en sú fyrri, og tiltölulega auðlærð. Aðgangur að kerfinu verður takmarkaður vikuna 9.-16. júlí en þó verður hægt að leita í Gegni á vefnum og fá bækur lánaðar. Starfsmenn bókasafna hafa fengið sendar leiðbeiningar um uppsetningu á nýjum biðlara.