Main content
main
Lýsing eintaks
Athugið að reiturinn lýsing á aðeins að vera notaður fyrir fjölbindaverk og tímarit en ekki fyrir almenna lýsingu á eintaki. Eins og fram hefur komið á námskeiðum er lýsing eintaks virknireitur sem að stjórnar frátektunum. Um leið og eitthvað hefur verið sett í lýsingu heldur kerfið að öll eintök af þessum titli í öllum söfnum í safnakjarnanum séu fjölbindaverk eða tímarit. Þetta gerir það að verkum að það er aðeins hægt að taka frá sérstakt eintak á leitir.is. Hérna eru leiðbeiningar um hvernig eigi að vinna með bindisupplýsingar svo að bindin birtist og virki rétt í kerfinu.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig má bæta við lýsingu fyrir fjölbindaverk og tímarit.
Mikilvægt: Notið leiðbeiningarnar aðeins fyrir ný eintök héðan í frá. Ef lýsingu er breytt á gömlum eintökum þá glatast frátektir lánþega sem þegar eru komnar inn í kerfið.
https://landskerfi.is/sites/default/files/public/lysing_fyrir_fjolbindaverk_og_timarit.pdf