Main content
main
Ný lánþegaskírteini fyrir sjálfsafgreiðsluvélar
Ný lánþegaskírteini út harðplasti eru forsenda þess að sjálfsafgreiðsluvélar virki sem skyldi. Skírteinin eru forprentuð með strikamerki sem byrja á GE-xxx, og ekki má breyta því í Gegni. Þau hafa þegar verið tekin í notkun á Borgarbókasafni.
Vegna nýrra lánþegakorta fyrir sjálfsafgreiðsluvélar hefur í einstökum tilfellum verið skrifað yfir gömul strikamerki ættuð frá gömlu Gegnissöfnunum.
Meginreglan er sú að kennitala er notuð sem strikamerki lánþegakorta í Gegni. Lánþegar með eldri kort hafa hinsvegar getað notað þau, enda hefur kenntitalan verið skráð í notendanúmerareitinn og þar með er einnig hægt að fletta upp á lánþega eftir kennitölu.
Í þessum tilfellum þegar skrifað hefur verið yfir gömlu strikamerkin er engra sérstakra aðgerða þörf nema að biðja lánþegann um að framvísa nýja lánþegakortinu.