Main content
main
Nýr og betri gegnir.is
Vinna við endurskoðun á vefviðmótinu gegnir.is er hafin. Um er að ræða umfangsmesta verkefni Landskerfis bókasafna á starfsárinu 2007.
Þessa dagana stendur yfir vinna við stöðumat og þarfagreiningu. Viðmótspróf hafa verið framkvæmd. Einnig hafa verið stofnaðir rýnihópar sem í sitja fulltrúar aðildarsafna Gegnis, auk starfsmanna Landskerfis bókasafna. Rýnihóparnir eru fjórir talsins, 1) Leitarskilyrði, 2) Útlit og aðgengi, 3) Sýndargrunnar og 4) Leitarniðurstöður. Einnig munu verða starfandi rýnihópar vegna annars vegar tímarita, og hins vegar myndefnis og tónlistar. Áætlað er að nýr og betri gegnir.is líti dagsins ljós á árinu 2008.
Ábendingum og athugasemdum vegna endurskoðunar gegnir.is má koma á framfæri með því að senda póst á netfangið skrifstofa hjá landskerfi.is