Main content
main
Samþykkt skráningarráðs - safnfærslur fyrir efni á framandi tungumálum
28.01.2008
Skráningarráð hefur samþykkt að leyfa, til bráðabirgða, safnfærslur (skemmri skráningu) fyrir safngögn á framandi tungumálum, þ.e. tungumálum sem þarfnast umritunar. Einstakir titlar og höfundar eru þar með ekki leitarbærir í Gegni, færslurnar eru einungis gerðar til þess að hægt sé að lána efnið út. Þau söfn sem vilja hafa efnið leitarbært í Gegni þurfa að skrá efnið á hefðbundinn hátt. Listi yfir færslur sem leyfilegt er að nota til að tengja eintök við verður birtur á síðu skráningarráðs og í Handbók skrásetjara hask@bok.hi.is.