2

Main content

main

Skráningarráð Gegnis

Nú hefur skráningarráði Gegnis verið komið á fót. Því er ætlað að skera úr um ágreining sem varðar skráningu og skráningarheimildir í Gegni, og leggja línur um notkun efnisorða. Markmiðið með starfsemi skráningarráðsins er að stuðla að því að gögnin í kerfinu séu vönduð, og þurfa allir sem skrá bókfræðilegar upplýsingar í kerfið að fara að reglum ráðsins eins og fram kemur í þjónustusamningum.

Eftirfarandi bókasafnsfræðingar, sem tilnefndir voru af stjórn notendafélagsins Aleflis, hafa tekið sæti í skráningarráðinu: Guðný Ragnarsdóttir, Herdís Tómasdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block