Main content
main
Stefnt að opnun í maí
01.04.2003
Á föstudaginn (28.3.) lauk vinnuhópur okkar í Þjóðarbókhlöðunni meginþáttum vinnu við yfirfærslu gagna úr gamla Gegni. Þeir þættir sem unnið var við voru eintakaupplýsingar, forðaupplýsingar, lánþegaupplýsingar, marc-svið, stýrisvið, vísaupplýsingar, greinifærslur, Greinisfærslur og nafnmyndaskrá. Nú er byrjað að prófa gögnin eftir þessa nýjustu yfirfærslu og eftir það verður síðasta tækifærið til að endurbæta yfirfærslukóðann. Stefnt er að því að afrita gögnin í endanlegri mynd 9. maí næstkomandi, og gangi það eftir, verður hægt að opna kerfið í maí.
Öllu því fólki sem unnið hefur að yfirfærslunni, þar á meðal starfsmönnum Landsbókasafnsins og fleiri safna, kunnum við bestu þakkir fyrir ómetanlegt vinnuframlag þeirra.