Main content
main
Tengingarleiðbeiningar, 3. endurskoðuð útgáfa
Tvöfaldar færslur fyrir sama efni í Gegni má einkum rekja til ólíkra skráningarhefða í gamla Gegni og Feng. Af þeim sökum náði efnið ekki að parast vélrænt. Það sem eftir stendur þarf að para handvirkt, en sú vinna felst í því að útbúa eina skráningarfærslu og færa öll eintök allra aðildarsafna á hana.
Í þessu skjali eru leiðbeiningar um hvernig velja skuli bókfræðifærslu til þess að tengja eintökin við. Fjallað er um:
• | Uppruna færslna – nýskráðar, sameinaðar, úr gamla Gegni eða Feng. |
• | Greinifærslur tónlistar, tímarita og bókarkafla. |
• | Fjölbindaverk. |
• | Efni frá Námsgagnastofnun og Ríkisútgáfu námsbóka. |
• | Annað tvískráð efni. |
• | Prentanir. |
Þegar eintök fjölbindaverka eru tengd er mjög áríðandi að merkja hvert bindi í lýsingu eintaks eða í staðsetningu (kjalmiða/flokkstölu). Eintök verða ekki merkt þegar þau verða flutt milli færslna (nema eintök þeirra safna sem fluttust úr gamla Gegni). Ómerkt eintök verða flutt á 1. bindi fjölbindaverks ef niðurstaðan verður sú að hafa hvert bindi sér í færslu.
Vafaatriði má bera undir Rögnu Steinarsdóttur á Landsbókasafni ragnas hjá bok.hi.is s. 525-5703 eða senda á gegnir hjá bok.hi.is.