2

Main content

main

Topplistar útlána 2023

Topplistar útlána fyrir 2023 eru nú tilbúnir fyrir innskráða starfsmenn Gegnis, sjá leiðbeiningar á þjónustugátt Gegnis. Topplistarnir byggja á safnakjarna og því getur starfsfólk einungis skoðað gögnin innan síns safnakjarna. Athugið að eldri topplistar eru enn aðgengilegir á vef Landskerfis bókasafna.

Topplistar útlána eru listar yfir vinsælustu eða mest lánuðu titlana í aðildarsöfnum Gegnis. Aðeins eru talin útlán út úr húsi en endurnýjanir, innanhússnotkun og rafrænt efni telst ekki með. Útlán í Gegni eftir safnakjörnum er mjög mismunandi eftir eðli safna, t.d. dragast útlán mikið saman hjá háskólunum enda byggir þeirra þjónusta í æ meira mæli á rafrænu efni. Almenningsbókasöfn og grunnskólar bera uppi útlánin en rúmlega 90% af öllum útlánum eru framkvæmd þar.

Vinsælustu bækurnar fyrir Gegni sem heild eru samkvæmt hefðinni barnabækur. Vinsælasta bókin er „Hundmann : taumlaus“ eftir Dav Pilkey með 6.289 útlán. „Hundmann“ bækurnar eru í þremur efstu sætunum en síðan tekur „Kiddi klaufi“ við. Þess má geta að mest lánaða íslenska skáldsagan „Reykjavík glæpasaga“ eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson var í 50. sæti yfir vinsælustu bækurnar 2023.

 

Vinsælustu bækurnar í Gegni 2023

 

Vinsælustu titlarnir í Gegni eru tímarit og safnfærslur. Tímaritin hlaða á sig útlánum einfaldlega vegna þess að hvert hefti tímarita er lánað út. Safnfærslur eru færslur sem þjóna þeim tilgangi að halda utan um útlán fyrir ýmislegt annað en bókfræðilegt efni. Þetta geta verið alls konar tæki og tól eins og spjaldtölvur, heyrnartól o.s.frv. sem notuð eru í skólastarfi.

 

Vinsælasta efnið í Gegni 2023 (allar efnistegundir)


 

Vinsælustu bækurnar í almenningsbókasöfnum 2023

 

Þegar einungis eru skoðaðar íslenskar skáldsögur í safnakjarnanum almenningsbókasöfn 2023 þá eru þessar mest lánaðar:

 

Eins og fram hefur komið þá er megnið af útlánum í safnakjörnunum almenningsbókasöfn og grunnskólar og hafa því hinir safnakjarnarnir lítið vægi í heildarsamantektinni.
Til gamans fylgja hér listar yfir vinsælustu bækurnar í safnakjörnunum Landsbókasafn, Framhaldsskólar og Sérfræði- og stjórnsýslubókasöfn.

 

Vinsælustu bækurnar í safnakjarnanum Landsbókasafn

 

Vinsælustu bækurnar í safnakjarnanum Framhaldsskólar

 

Vinsælustu bækurnar í safnakjarnanum Sérfræði- og stjórnsýslubókasöfn

 

horizontal

fblikebutton_dynamic_block