Main content
main
Unnið að úrbótum á gögnunum í Gegni
16.09.2004
Tvíþættur vandi hefur hefur steðjað að Gegni eftir að gagnagrunnar Gegnis og Fengs voru sameinaðir. Annarsvegar var ekki hægt að ljúka sameiningu gagnagrunnanna sem leiddi til þess að fjöldi rita er tvískráður í kerfið. Hinsvegar komu í ljós við sameininguna gallar í gögnum gömlu Gegnissafnanna. Helsti gallinn felst í því að oft vantar punkt á eftir skammstöfun millinafns (t.d. ýmist Ármann Kr. Einarsson eða Ármann Kr Einarsson). Nú er unnið að lagfæringu á þessu og hér má lesa greinargerð Sigrúnar Hauksdóttur um verkið.