Main content
main
Vefmæling á Gegni
Nú hafa allir vefnotendur aðgang að upplýsingum um notkun á vefviðmóti Gegnis. Hægt er að nálgast þær með því að smella á krækju hægra megin á vef Landskerfis bókasafna, þar sem stendur Vefmæling á Gegni. Þarna eru heimsóknir á vefinn greindar eftir mánuðum, löndum, dögum og fleiri atriðum. Hér má finna skýringar á helstu atriðum vefmælingarinnar.
Sú mikla aukning sem verður á notkun Gegnis haustið 2004 skýrist bæði af því að þá var sumarleyfum lokið og því að flest þeirra mörgu safna sem bættust við kerfið um vorið voru komin með það í fulla notkun um haustið. Um 90% heimsókna eru frá íslenskum lénum, og greining á léni vefskoðara bendir til að einna mest sé notkunin hjá Háskóla Íslands, Kennaraháskólanum, Reykjavíkurborg, Háskólanum í Reykjavík, Stjórnarráðinu og Listaháskólanum, af þeim stöðum sem þekkja má af lénsnöfnum.