Main content
main
Vélræn myndun lánþegafærslna
07.09.2006
Að undanförnu höfum við verið að mynda lánþegafærslur fyrir skólabókasöfn eftir kennitölulistum. Það sem af er skólaárinu hafa 20 skólasöfn nýtt sér þessa þjónustu og sparað sér með því mikla vinnu. Bókaverðir sækja kennitölulistana úr Mentor eða öðrum upplýsingakerfum og skila þeim til Landskerfis bókasafna í reikniörk (Excel), einni fyrir hvern skóla. Í skránni þurfa að vera upplýsingar um kennitölu, nafn, lánþegastöðu og, ef grunnskóli á í hlut, nafn bekkjardeildar. Réttast er að senda okkar svona skrá yfir alla nemendur skólans á hverju hausti svo lánþegastöður og heiti bekkjardeilda uppfærist með eðlilegum hætti.