2

Main content

main

Vinnu við útgáfu 18 og gegnir.is miðar vel

Aðalverkefnin þetta misserið eru uppfærsla af Aleph kerfinu í útgáfu 18 og endurgerð á gegnir.is. Báðum verkefnum miðar vel áfram. Gegnir.is er viðamikið verkefni sem mun ekki ljúka við opnun leitarvefsins í júní heldur munu endurbætur og endurskoðun á vefnum verða fastur liður á verkefnalista Landskerfis bókasafna.

Útgáfa 18 - Uppfærslan í útgáfu 18 er á áætlun. Búið er að setja útgáfu 18 upp í prófunarumhverfinu ásamt því að aðlaga gögnin að þessari nýju útgáfu. Þessa dagana er verið að samræma stýritöflur, þýða villuboð, yfirfara tilkynningar o.s.frv. Starfsmannaaðgangur Gegnis hefur verið þýddur að mestu leyti. Nauðsynlegur þáttur af uppfærslunni er prófun gagna og verkferla. Til þessa verkefnis hafa verið valdir sérfræðingar í einstökum kerfisþáttum frá aðildarsöfnum Gegnis. Prófanir verða framkvæmdar 28. apríl til 2. maí. Hægt er að skoða fundargerðir verkefnahóps á slóðinni Útgáfa 18.

gegnir.is - Grundvöllur vinnunar við gegnir.is eru skýrslur rýnihópa sem skoðuðu gegnir.is, rýndu í aðra leitarvefi og skiluðu tillögum fyrir ári síðan. Vinnan við gegnir.is er þríþætt.

  • Í fyrsta lagi að lagfæra ýmiskonar vankanta á núverandi leitarvef, margar af þeim lagfæringum hafa þegar verið teknar í notkun á gegnir.is og þar má t.d. nefna að leit helst nú inni við innskráningu.
  • Í öðru lagi verður nýtt útlit á leitarvefnum
  • Í þriðja lagi að samþætta virkni leitarvefsins vegna útgáfu 18.

Lokun Gegnis - Minnt er á að vegna vinnu við uppfærslu verður að loka Gegni 6. júní næstkomandi. Gegnir verður opnaður aftur í útgáfu 18 og með nýju vefviðmóti þann 11. júní. Við hjá Landskerfi bókasafna munum reyna að aðstoða söfnin eins og kostur er til þess að óhagræði af lokuninni verði sem minnst. Sem liður í því var send út tilkynning til safnvarða grunnskólasafna um keyrslur á útlánayfirliti seinustu dagana fyrir lokun. Einnig viljum við minna á að mögulegt er að nota ótengd útlán en forsenda þess er að hafa sett upp biðlara fyrir útgáfu 18 áður en ótengd útlán hefjast. Leiðbeiningar þess efnis verða sendar út þegar nær dregur eða um leið og nýr biðlari verður tilbúinn.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block