Main content
Fréttir
main
Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður frá kl. sex til hádegis sunnudagsmorguninn 12. mars 2006.
Í dag, 2. mars 2006, var undirritaður samningur milli Landskerfis bókasafna og Nýherja hf. um hýsingu bókasafnskerfisins Gegnis til næstu fjögurra ára. Tilboð í hýsingu kerfisins voru opnuð 10. janúar síðastliðinn og átti Nýherji þrjú lægstu tilboðin. Verður kerfið hýst á fjórum IBM xSeries 346 vélum með um 3 terabæta geymslurými í diskastæðum. Unnið verður að því næstu mánuði að flytja kerfið á þessar nýju vélar, jafnframt því sem það verður uppfært í nýja útgáfu. Samninginn undirrituðu Árni Sigurjónsson fyrir hönd Landskerfis bókasafna og...
Nú er hægt að leita í samskrá íslenskra bókasafna á Google Scholar, tilraunavef Google fyrir skólafólk. Eins og fram kemur í tilkynningu frá Google eru samskrár fyrir Ísland, Ísrael, Portúgal, Sviss, Svíþjóð og Ungverjaland nú tiltækar með þessum hætti. Á vefnum er hægt að nota íslensk leitarorð og má svo smella á orðin "Find in Gegnir" til að komast...
Boðið verður upp á námskeið í tengingu eintaka þriðjudaginn 31. janúar 2006, kl. 10:00–13:00.
Námskeið í tengingu eintaka er fyrir þau söfn sem ætla að tengja safnkost sinn við fyrirliggjandi bókfræðifærslur í Gegni. Einnig er það ætlað starfsmönnum núverandi aðildarsafna, sem þurfa að læra að tengja eintök.
Dagskrá:
- Leitir
- Gátlisti – hvað ber að varast
- Eintakaþáttur
- Safndeildir
- Eintaksstaða
- Ferilstaða
- Efnistegund
Athugið: Áður en starfsmenn sækja...
Landskerfi bókasafna hefur tekið saman lista yfir þær bækur sem mest voru lánaðar út í Gegni á árinu 2005 og þau söfn sem virkust voru í útlánum. Af íslenskum skáldsögum eru það bækur Arnaldar Indriðasonar sem mest eru lánaðar út og skipa þær 7 efstu sætin á lista yfir 10 útlánahæstu bækurnar í þeim flokki. Af söfnum er það Borgarbókasafnið sem afkastamest er í útlánum. Hér fyrir neðan sjást listarnir yfir 10 útlánahæstu rit í hverjum flokki.
A. Allar bækur | |
1 | Kleifarvatn |
Í dag voru tilboð í hýsingu Gegnis til næstu fjögurra ára opnuð hjá Ríkiskaupum. Eins og fram kemur á vef stofnunarinnar, bárust 17 tilboð í verkefnið frá 7 fyrirtækjum og voru lægst boðnar kr. 10.992.000 en hæst kr. 30.542.022. Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 26.700.000. Lesa má fundargerð frá opnun tilboðanna á vef Ríkiskaupa, rikiskaup.is/utbod/fundargerdir/13902.
Vegna kerfisvinnu verður Gegnir lokaður á annan jólum, 26. desember 2005. Kerfið verður opnað aftur á þriðjudagsmorguninn 27. desember.
Lánþegaskráin í Gegni er byggð á afriti af þjóðskrá sem uppfært er einu sinni í mánuði, að jafnaði. Bókaverðir spyrja stundum hvernig og hve oft þjóðskráin er uppfærð, og má lesa nánar um það hér á vefnum.
Uppfærslur fyrir nóvembermánuð 2005 voru settar inn í kerfið í dag, 2. desember.
Sunnudaginn 13. nóvember 2005 auglýstu Ríkiskaup fyrir hönd Landskerfis bókasafna hf. útboð vegna hýsingar á bókasafnskerfinu Gegni. Núverandi samningur um hýsingu gildir til miðs ársins 2006. Lesa má auglýsingu um útboðið á vef Ríkiskaupa.