2

Main content

main

Nokkrar þumalputtareglur

Hér eru nokkur minnisatriði sem gott er að hafa á bak við eyrað þegar upp koma spurningar hjá lánþegum:

 • Hægt er að vera með 7 bækur í útláni – og setja frátektir á 10.
 • Hægt er senda tillögur um bókakaup í Rafbókasafninu. Lánþegi getur mælt með 3 bókum á 14 daga fresti.
 • 1 titill = 1 útlán eins og með allar aðrar bækur í almenningsbókasöfnum. 
 • Appið sem nota á heitir Libby
 • Til þess að geta sótt Libby þurfa lánþegar að vera með Apple-Id / Google Play lykilorðin sín á hreinu.
 • Ertu með nýjustu útgáfu stýrikerfisins í tækinu þínu eða nýjustu útgáfu af Libby-appinu?
 • Libby-appið vill ekki alltaf fara inn á gamlar spjaldtölvur.
 • Til þess að vera viss um að geta hlaðið bók niður á fleiri en eitt tæki þarf lánþeginn að skrá sig inn með sama hætti (bókasafnskort, Facebook eða OverDrive) á þau mismunandi tæki sem hann/hún ætlar að nota.
 • Ef þú notar lesara á borð við Sony eða Kobo vertu þá alltaf með nýjustu útgáfuna af Adobe Digital Edition.
 • Meginreglan er sú að bók í útláni sync-ar milli tækja lánþega sé henni hlaðið niður á fleiri en eitt tæki.
 • Það er orðabók „á bak við“ í rafbókunum! Stutt er með fingri á orð sem fletta á upp. Við það verður orðið „valið“ og fyrir ofan það birist talbóla sem í stendur Look Up, Define, Skilgreina eða annað slíkt. Sutt er á talbóluna og farið inn í orðabók/-skýringar.
 • Lesa eða hlusta á bók beint í gegnum vafra = Online.
 • Lesa eða hlusta á bók sem hefur veið sótt með appinu/hugbúnaði  = Offline.
 • Ekki er hægt að skrá sig inn í Rafbókasafnið ef Gegnir liggur niðri vegna kerfisuppfærslu eða af öðrum ástæðum.
 • Rafbókasafnið liggur niðri stutta stund meðan OveDrive uppfærir kerfi sín þriðja fimmtudag í mánuði milli kl. 11:00-13:00 GMT.

 

Alltaf nýjustu upplýsingarnar í hjálpinni hjá OverDrive.