Main content
main
Minnisblað fyrir skráningu í Munaskrá
Cecilie Gaihede og Þorvaldur Böðvarsson, haust 2019.
Inngangur:
Þessar leiðbeiningar eiga við skráningu aðfanga í Munasnið og fjalla um helstu aðgerðir tengdar skráningu muna þar á meðal vallista yfir þær aðfangategundir sem hægt er að skrá í munaskrá.
- Þegar skráning er hafin er smellt á Aðföng -> Munir. Þá birtist yfirlitsgluggi með tilheyrandi undirskrám. Þá er smellt á „SKRÁ“ og valin aðfangategundin sem á við. (Hér eftir verður miðað við skráningu á mun, en ef valin er bók sem dæmi er vísað í Minnisblaðið fyrir skráningu í Bókaskrá.)
![](https://landskerfi.is/sites/default/files/munirmynd1.png)
Skrá Mun:
Þegar búið er að velja aðfangategund fyrir munaskráningu (sjá mynd fyrir ofan) er hraðskráningarsnið valið ef við á (Ef hraðskráningarsnið er valið, má lesa nánar um það í Minnisblað fyrir stofnun Hraðskráningarsniðs). Skráð er í opna tölureitinn „Fjöldi“ ef verið er að skrá ákveðinn fjölda aðfanga í einu. Síðan er smellt á „Samþykkja“.
![](https://landskerfi.is/sites/default/files/munirmynd2_0.png)
Í kjölfarið birtist aðfangasniðið
Næstu skref:
Tengja myndir/skjöl/teikningar
Mælt er með að byrja skráningu á því að tengja og hlaða upp myndir/skjöl/teikningar. Hægt er að tengja eins margar myndir og þarf.
- Til að tengja mynd/skjal/teikningu við skráninguna er smellt á „Hlaða upp mynd/skjali/teikning“
![](https://landskerfi.is/sites/default/files/munirmynd3.png)
Skráning mynda:
1. Velja síðan „Choose file“
2. Velja síðan myndina smella á „Open“
3. Að lokum er smellt á „Samþykkja.“ Ef vill er hægt að fylla út viðeigandi upplýsingar um rafrænu myndina/skjalið/teikninguna.
![](https://landskerfi.is/sites/default/files/munirmynd4.png)
Grunnupplýsingar
- Hér er fyllt út eins ítarlega og hægt er með upplýsingum um aðfangið sem verið er að skrá. Mælt er með að renna yfir alla skráningarmöguleikana
- Lágmarksskráningar til að geta vistað aðfangasnið eru: Undirskrá, Safnnúmer, Heiti og Fjöldi
- Til að nálgast ítarlegri upplýsingar um ákveðin skráningaratriði og nákvæmari lýsingar á skráningarreitunum er mælt með að skoða kafla VI. Munir í Skráningarhandbók Sarps 2.0 sem hægt er að nálgast á þjónustuvefnum landskerfi.is. Sjá mynd:
![](https://landskerfi.is/sites/default/files/munirmynd5.png)
1) Aðrar upplýsingar
- Hér er mikilvægt að skrá í frjálsa textareitnum allar nánari upplýsingar um aðfangið sem vitað er um.
![](https://landskerfi.is/sites/default/files/munirmynd6.png)
- Gott er að hafa það í huga að reitirnir „Lýsing“, „Sýningartexti“ og „Heimildir“ eru reitir sem birtast á ytri vef sarpur.is ef valið er að birta aðfangið þar. Það þarf því að gæta þess með almenning í huga að textinn í þessum reitum sé vel unnin og lýsandi fyrir aðfangið. Síðan er smellt á „Vista“
![](https://landskerfi.is/sites/default/files/munirmynd7.png)
print-links
![Printer-friendly version Printer-friendly version](https://landskerfi.is/sites/all/modules/contrib/print/icons/print_icon.png)