Main content
main
Minnisblað fyrir skráningu í Þjóðháttaskrá
Cecilie Gaihede og Þorvaldur Böðvarsson, haust 2019
Inngangur:
Skráning í þjóðháttaskrá Sarps er í tveim þrepum; undirskrár halda utan um spurningaskrár sem stofnaðar eru þar og svör heimildarmanna eru svo skráð í svarsniði undir hverri spurningaskrá fyrir sig og listast þar upp í flipanum „Heimildarmenn“. Hægt er að setja upp spurningalista í spurningaskrá sem svarað er á sarpur.is og flyst beint inn í grunninn, en einnig er hægt að færa svör sem samhangandi texta í svarsnið heimildarmanns.
Spurningasnið:
1. Þegar skráning er hafin er farið er í „Aðföng“ og valið „Þjóðhættir“ og opnast þá undirskráalisti þjóðháttaskrár.
2. Til að stofna spurningaskrá er smellt á „Stofna spurningaskrá“.
3. Í kjölfarð er hraðskráningarsnið valið hér ef við á (Ef hraðskráningarsnið er valið, má lesa nánar um það í Minnisblað fyrir stofnun Hraðskráningarsniðs). Skráð er í opna tölureitinn „Fjöldi“ ef verið er að skrá ákveðinn fjölda aðfanga í einu.
4. Síðan er smellt á „Samþykkja“. Sjá mynd:
Þá opnast autt skráningarsnið spurningaskrár:
Vistað snið spurningaskrár:
- Í vistuðu sniði spurningaskrár birtast m.a. þessir þrír flipar sem innihalda textareiti eða yfirlit:
- Aðrar upplýsingar. Textareitir sem útfylltir eru til ýmissa nota eins og skýringa við útsendar sp.skrár. Sjá nánar Skráningahandbók Sarps.
- Spurningakaflar. Hér eru settir upp spurningakaflar og undir hverjum kafla tilheyrandi spurningar. Þessar spurningar birtast á sarpur.is og er svarað í Netsvörun. Einnig hjá þeim heimildarmönnum sem hafa fengið senda spurningaskrá.
- Heimildarmenn. Hér listast upp nöfn heimildarmanna sem hafa fengið senda spurningaskrá í tölvupósti sem og nöfn þeirra sem svara af sarpur.is og hafa verið yfirfarin í Netsvörun. Einnig er hér hægt að skrá stök svör við spurningaskrá og er texti svarsins þá settur í reitinn Svar undir Aðrar upplýsingar í sniðinu.
- Netsvörun. Hér listast upp svör við sp.skrám sem svarað er á sarpur.is. Umsjónarmaður þjóðhátta fer yfir svörin og metur hvort þau séu fullnægjandi og sé svo er svarið samþykkt og flyst undir flipann Heimildarmenn.
Svarsnið
Svarsnið er aðgengilegt í flipanum Heimildarmenn. Þar er hægt að skrá stakt svar með því að smella á „Skrá færslu“ í aðgerðastikunni, reitir útfylltir eftir bestu getu - skyldureitir eru „Efnisatriði“ og „Heimildarmaður“ - og svar/upplýsingar heimildarmanns færðar í reitinn „Svar“ undir Aðrar upplýsingar. Sjá nánar í Skráningarhandbók Sarps 2.0. Sjá myndir til útskýringar:
Yfirlit heimildarmanna:
Svarsnið:
Þegar skráð eru svör beint og án tilvísunar í spurningar þá er notaður reiturinn „Svar“ í Aðrar upplýsingar.
Sé um svör við uppsettum spurningum að ræða þá er farið í flipann „Svör“ og viðkomandi spurningarkafli eða/og spurning fundin og svarið skráð þar. Svörun af sarpur.is færist sjálfkrafa beint í réttan reit.