Main content
Fréttir
main
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 72. fundi ráðsins sem haldinn var 8.maí síðastliðinn er nú aðgengileg á síðu Skráningarráðs.
Landskerfi bókasafna hf. (LB) og Rekstrarfélag Sarps (RS) hafa gengið frá þjónustusamningi sem gildir til tveggja ára frá og með 1. september næstkomandi.
Á grunni samstarfsins tekur LB að sér umsjón með daglegum rekstri RS og fagstjóri Sarps tekur til starfa með aðstöðu í húsakynnum LB.
Markmið samstarfsins er að ná fram:
• | auknu gæðaeftirliti með skráningu í Sarp, |
• | öflugri notendaþjónustu fyrir Sarp, |
Rafgagnahópi sem ætlað er að móta framtíðarsýn varðandi aðgengi að rafrænum tímaritum og bókum úr leitir.is hélt fyrsta fund sinn 29. maí.
Hægt er að fylgjast með vinnu hópsins á vefsíðu Rafgagnahóps. Þar verða vistaðar fundargerðir og vinnugögn hópsins.
Hægt er að koma ábendingum til hópsins með því að senda tölvupóst á Rafgagnahopur hjá landskerfi.is.
Á notendaráðstefnu Aleflis sem haldin var 24. maí síðastliðinn voru kynntar breytingar á meðhöndlun kennitalna í Gegni, sjá glærur.
Breytingarnar varða úthlutun notandanafna og lykilorða til lánþega vegna innskráningar á leitir.is og gegnir.is. Breytingarnar eru gerðar til að tryggja öryggi persónuupplýsinga lánþega.
Helstu atriði eru:
• | Lánþegar ættu helst ekki að nota kennitölu sem notandanafn við innskráningu á vefi |
• | Skylt |
Fundargerð Skráningaráðs Gegnis frá 71. fundi ráðsins sem haldinn var 12.desember síðastliðinn er nú aðgengileg á síðu skráningarráðs.
Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. var haldinn 24. maí 2013. Störf fundarins voru með hefðbundnum hætti. Á fundinn mættu fulltrúar 9 hluthafa sem eiga samanlagt 84,14% hlutafjár í félaginu.
Hér má nálgast skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár og fundargerð aðalfundar.
Heimilisfang Landskerfis bókasafna er nú Katrínartún 2 (áður Höfðatún 2).
Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum. Starfsárið...
Skipað hefur verið í Rafgagnahóp sem hefur það hlutverk að móta framtíðarsýn varðandi aðgengi að rafrænum safnkosti. Í hópnum sitja Anna Sveinsdóttir, Birgir Björnsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Kristína Benedikts, Margrét Ásgeirsdóttir og Þóra Gylfadóttir auk starfsmanns Landskerfis bókasafna. Hópurinn verður kallaður saman til fyrsta fundar á næstu vikum.
Notendaráðstefna Aleflis 2013 verður haldin í fyrirlestarsal Landsbókasafns 24. maí kl 10 -12.
Vegna viðhaldsvinnu verður vefurinn leitir.is óaðgengilegur í um klukkustund á tímabilinu 22:00-24:00 í kvöld, 10. maí. Hægt verður að nota gegnir.is og hvar.is á meðan.