2

Main content

main

Innleiðing Alma og Primo VE

Bókasafnskerfið Alma og leitargáttin Primo VE frá Ex Libris verða arftakar núverandi kerfa Aleph/Primo. Innleiðing Alma hófst í lok árs 2020 og er áætlað að nýja kerfið fari í loftið í byrjun júní 2022.  Fimm megin fasar tengjast grunnuppsetningu og gögnum: 

  • Undirbúningur 
  • Uppsetning kerfis og yfirfærsla gagna - fyrsta hleðsla
  • Prófanir
  • Uppsetning kerfis og yfirfærsla gagna – önnur hleðsla
  • Endanleg uppsetning kerfis og yfirfærsla gagna – endanleg hleðsla

Alma er veflægt og nútímalegt bókasafnskerfi sem mikil reynsla er komin á. Primo VE er nýrri lausn en byggir á eldri fyrirmynd, Primo. Alma og Primo VE eru skýjalausnir sem hýstar eru í gagnaveri Ex Libris í Amsterdam. Bókasöfnin munu fá aðgang  að kerfunum í gegnum netið (Saas – Software as a Service).
Auk þessarar grunnþátta eru fjölmörg önnur verkefni hluti að innleiðingunni eins og að þýða kerfið yfir á íslensku, samþætta kerfið við þjóðskrá, Island.is, nemendakerfi, greiðslukerfi, o.s.frv. Lokahnykkurinn í innleiðingunni er vissulega að kenna öllum starfsmönnum safnanna á kerfið.

Kennsluefni á vef Ex Libris

Á vef Ex Libris eru stuttar kynningar á hinum ýmsu þáttum Alma í Getting to know Alma. Í Alma Essentials er svo farið dýpra í hvern þátt.

Staða verkefnisins

Nánari upplýsingar um framgang verkefnisins er að finna á staða verkefnsins.

horizontal

fblikebutton_dynamic_block