Starfshópar eru stofaðir að frumkvæði Landskerfis bókasafna, skráningarráðs eða efnisorðaráðs til þess að vinna að afmörkuðum verkefnum. Í hópana eru valdir sérfræðingar á hverju sviði sem með vinnu sinni útfæra tillögur að bættu verklagi í Gegni.
Tónlistarhópur (2002-2005) |
---|
|
|
|
|
|
856-hópur
Í kjölfar þess að rafrænt efni fór að ryðja sér til rúms fundu bókasöfnin þörf á því að samræmda leiðir til þess að veita aðgang frá Gegni í rafrænt efni annarra gagnagrunna. Tilgangurinn var einnig að bæta birtingu á þessum tengingum fyrir notendur leitarvefja Landskerfis bókasafna. Til þess að mæta þessari þörf var vinnuhópur sem kallaðist 856-hópurinn settur á laggirnar að frumkvæði skráningarráðs Gegnis. Markmiðið var að bæta tengingu frá bókasafnskerfinu í rafrænt efni í gagnagrunnum á netinu. Nafn hópsins vísar til sviðs 856 í MARC-sniði Gegnis þar sem tengill í rafrænt efni er skráður.